Málefnafátækt hjá Bush og Kerry 27. október 2004 00:01 Málefnafátækt og hörð gagnrýni á andstæðinginn einkennir kosningaáróður þeirra George Bush og Johns Kerrys þessa síðustu daga fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Í lykilríkjum er munurinn á fylgi þeirra nánast enginn svo að þeir grípa til örþrifaráða í von um að koma höggi á andstæðinginn. Svo virðist sem Bush forseti njóti meira fylgis á landsvísu en John Kerry. Allar helstu kannanir undanfarna daga benda til þess að Bush hafi nokkrum prósentustigum meira fylgi en Kerry og óákveðnum fækkar á sama tíma lítillega. Athygli manna beinist hins vegar í auknum mæli að því hverjir hinir óákveðnu eru og hverjir það verða sem skila sér á kjörstað. Auki Bush forseti fylgi sitt er talið hugsanlegt að sumir fylgismenn hans telji ónauðsynlegt að greiða atkvæði á kjördag. Að sama skapi gæti forskotið kynt undir mönnum Kerrys og leitt til þess að þeir skiluðu sér frekar á kjörstað en annars. Jafnframt er nú rýnt í minnihlutahópa en fjöldi nýskráðra kjósenda kemur úr röðum þeirra og skoðanakannanir taka ekki tillit til þeirra. Flestar þeirra mæla fylgi á meðal líklegra kjósenda, og líklegir kjósendur teljast einkum þeir sem kosið hafa áður - og þar af leiðandi ekki þeir sem eru nýskráðir. Meðal þeldökkra, lítt menntaðra og þeirra sem búa á fátækari miðborgarsvæðum njóta demókratar að jafnaði meira fylgis. Þetta vita demókratar og hafa skráð mikinn fjölda á þessum svæðum - en það þýðir hins vegar ekki að fólkið skili sér á kjörstað. Því er óvissan hugsanlega mun meiri en kannanir gefa til kynna og á stanslausum ferðalögum frambjóðendanna og á látlausri gagnrýni þeirra má ráða að þeir ætla sér að berjast til síðasta blóðdropa. Í gær réðst Bush harkalega á Kerry og sagði að hann gerði ekkert annað en að kvarta. Fyrir utan langan umkvörtunarlista hefði hann ekkert fram að færa - engar hugmyndir um hvert ætti að stýra landinu. Þetta var meginboðskapur Bush hvar sem hann kom í gær og sjálfur sagðist hann hafa mjög jákvæða og bjartsýna sýn fyrir landið, nákvæma áætlun um hvernig sigra ætti í stríðinu í Írak og stríðinu gegn hryðjuverkum og hvernig bæta mætti efnahags landsins. Hann tíundaði þó hvergi þessar jákvæðu og bjartsýnu hugmyndir. Umkvartanir voru á dagskrá Kerrys í gær: hann sagði að Bush væri óhæfur leiðtogi sem er reyndar það sama og repúblíkanar segja um Kerry. Og hann sagði Bush hafa brugðist meginskyldu sinni undanfarin fjögur ár: að tryggja öryggi Bandaríkjamanna. Í ljósi frétta undanfarinna daga af fjárútlátum vegna Íraks, og horfins sprengiefnis þar, spyr Kerry við hvert tækifæri hvort að Bush reyni að fela fleira. Niðurstaða Kerrys var einföld: Bush og Cheney sjá ekki vandann, skilja hann ekki og geta sannarlega ekki lagfært hann. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Málefnafátækt og hörð gagnrýni á andstæðinginn einkennir kosningaáróður þeirra George Bush og Johns Kerrys þessa síðustu daga fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Í lykilríkjum er munurinn á fylgi þeirra nánast enginn svo að þeir grípa til örþrifaráða í von um að koma höggi á andstæðinginn. Svo virðist sem Bush forseti njóti meira fylgis á landsvísu en John Kerry. Allar helstu kannanir undanfarna daga benda til þess að Bush hafi nokkrum prósentustigum meira fylgi en Kerry og óákveðnum fækkar á sama tíma lítillega. Athygli manna beinist hins vegar í auknum mæli að því hverjir hinir óákveðnu eru og hverjir það verða sem skila sér á kjörstað. Auki Bush forseti fylgi sitt er talið hugsanlegt að sumir fylgismenn hans telji ónauðsynlegt að greiða atkvæði á kjördag. Að sama skapi gæti forskotið kynt undir mönnum Kerrys og leitt til þess að þeir skiluðu sér frekar á kjörstað en annars. Jafnframt er nú rýnt í minnihlutahópa en fjöldi nýskráðra kjósenda kemur úr röðum þeirra og skoðanakannanir taka ekki tillit til þeirra. Flestar þeirra mæla fylgi á meðal líklegra kjósenda, og líklegir kjósendur teljast einkum þeir sem kosið hafa áður - og þar af leiðandi ekki þeir sem eru nýskráðir. Meðal þeldökkra, lítt menntaðra og þeirra sem búa á fátækari miðborgarsvæðum njóta demókratar að jafnaði meira fylgis. Þetta vita demókratar og hafa skráð mikinn fjölda á þessum svæðum - en það þýðir hins vegar ekki að fólkið skili sér á kjörstað. Því er óvissan hugsanlega mun meiri en kannanir gefa til kynna og á stanslausum ferðalögum frambjóðendanna og á látlausri gagnrýni þeirra má ráða að þeir ætla sér að berjast til síðasta blóðdropa. Í gær réðst Bush harkalega á Kerry og sagði að hann gerði ekkert annað en að kvarta. Fyrir utan langan umkvörtunarlista hefði hann ekkert fram að færa - engar hugmyndir um hvert ætti að stýra landinu. Þetta var meginboðskapur Bush hvar sem hann kom í gær og sjálfur sagðist hann hafa mjög jákvæða og bjartsýna sýn fyrir landið, nákvæma áætlun um hvernig sigra ætti í stríðinu í Írak og stríðinu gegn hryðjuverkum og hvernig bæta mætti efnahags landsins. Hann tíundaði þó hvergi þessar jákvæðu og bjartsýnu hugmyndir. Umkvartanir voru á dagskrá Kerrys í gær: hann sagði að Bush væri óhæfur leiðtogi sem er reyndar það sama og repúblíkanar segja um Kerry. Og hann sagði Bush hafa brugðist meginskyldu sinni undanfarin fjögur ár: að tryggja öryggi Bandaríkjamanna. Í ljósi frétta undanfarinna daga af fjárútlátum vegna Íraks, og horfins sprengiefnis þar, spyr Kerry við hvert tækifæri hvort að Bush reyni að fela fleira. Niðurstaða Kerrys var einföld: Bush og Cheney sjá ekki vandann, skilja hann ekki og geta sannarlega ekki lagfært hann.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira