Erlent

Tæplega 80 létust

Tæplega áttatíu manns tróðust til bana í mótmælum sem brutust út í Suður Taílandi í gær. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman fyrir utan lögreglustöð í borginni Pattani til að krefjast þess að sex fangar sem sakaðir eru um samstarf við skæruliða múslima yrðu látnir lausir. Svo virðist sem lögregla og hermenn hafi skotið á mannfjöldann með þeim afleiðingum að mikil skelfing greip um sig og fólk tróðst undir. Mikil óánægja kraumar meðal múslima í suðurhluta Taílands og óeirðir brjótast út af og til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×