Erlent

Aðstoðarmaður Zarqawis drepinn

Náinn aðstoðarmaður Jórdanska skæruliðans Abu Musabs Al-Zarqawi var drepinn í árásum Bandaríkjamanna á Fallujah í gær. Bandaríkjamenn skutu á hús í eigu Zarqawis, þar sem aðstoðarmaðurinn hélt til með fyrrgreindum afleiðingum. Þeir beita nú öllum tiltækum ráðum til þess að ráða Zarqawi af dögum og hafa sett 25 milljónir bandaríkjadala til höfuðs honum. Yfirvöld í Fallujah neita því hins vegar að Zarqawi haldi til í borginni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×