Erlent

Formið mikilvægt fyrir sæðisstuðul

Karlmenn sem eru of feitir eða of grannir eiga erfiðara með að geta börn en karlmenn í góðu formi. Þetta er niðurstaða danskrar rannsóknar sem tók til 1.558 ungra karlmanna í Álaborg í Danmörku og Amsterdam í Hollandi. Rannsóknin leiddi í ljós að tengsl eru milli líkamsþyngdar karlmanna og sæðismagns og gæða. Sæðismagn of feitra manna er 22 prósentum lægra en sæðismagn manna í góðu formi. Athygli vekur þó að munurinn er enn meiri þegar kemur að of léttum mönnum, þar munar 28 prósentum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×