Erlent

Hollingshorst fékk Booker verðlaun

Booker-verðlaunin, einhver þekktustu bókmenntaverðlaun Bretlands, hlýtur í ár rithöfundurinn Alan Hollingshorst fyrir bókina The Line of Beauty. Hún fjallar um samkynhneigðan lífsnautnasegg á stjórnarárum Margret Thatcher í Bretlandi. Í einu atriða bókarinnar dansar söguhetjan meira að segja við Thatcher uppfullur af eiturlyfjum og gjörsamlega út úr heiminum. Hollinghurst hlaut fimmtíu þúsund pund í verðlaun, eða ríflega sex milljónir króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×