Bilið fer vaxandi 18. október 2004 00:01 Bilið á milli forsetaframbjóðendanna í Bandaríkjunum fer vaxandi og Bush forseti virðist í sókn samkvæmt könnunum. Bandarísk dagblöð stilla sér nú á bak við þann frambjóðanda sem þeim líkar best við. George Bush Bandaríkjaforseti er með átta prósentu forskot á John Kerry samkvæmt nýjustu könnun Gallups í Bandaríkjunum. Á meðal líklegra, skráðra kjósenda var munurinn þó nokkuð minni - Bush var með 52 prósent en Kerry með 46 prósent. Þetta eru svipaðar niðurstöður og Gallup fékk áður en kappræðuhrina þeirra Bush og Kerrys hófst en skekkjumörkin í þessari könnun voru fjögur prósent. Könnun Reuters og Zogby, sem birt var nú skömmu fyrir fréttir, bendir hins vegar til þess að Bush og Kerry sé enn hnífjafnir með sitthvor fjörutíu og fimm prósentin, og að sjö prósent kjósenda hafi ekki enn gert upp hug sinn. Í könnun ABC-fréttastofunnar frá því um helgina var munurinn fjögur prósent, Bush í hag, hjá Newsweek sex prósent, Bush í hag, og hjá TIME tvö prósent, einnig Bush í hag. Í þeim ríkjum þar sem hlutfall óákveðinna kjósenda er hátt virðist hins vegar sem Kerry eigi betri möguleika en Bush. Talsmenn kosningamiðstöðva beggja frambjóðenda gáfu lítið fyrir niðurstöður kannananna og sögðu einu niðurstöðurnar sem máli skiptu verða ljósar 3. nóvember næstkomandi, daginn eftir kosningar. Í ritstjórnargreinum margra af dagblöðum vestan hafs um helgina var tekin afstaða til frambjóðendanna og mælt með öðrum hvorum þeirra. Chicago Tribune, Rocky Mountain News, Current-Argur í Carlsbad í Nýju-Mexíkó og World-Herald í Ómaha mæltu til að mynda með Bush. Star Tribune í Minneapolis og svo stórblöðin Boston Globe og New York Times mæltu hins vegar með Kerry. Ritstjórar New York Times létu sér reyndar ekki nægja að mæla með Kerry heldur gagnrýndu þeir Bush mjög harðlega. Kosningarnar snúast, að mati ritstjórnar Times, einkum um skelfilega forsetatíð Bush. Hæstiréttur hafi sett hann í embætti fyrir fjórum árum eftir vafasamar kosningar. Í stað þess að átta sig á stöðunni og reyna að halda sig nærri miðju í stefnumálum sínum hafi George Bush flutt öfgahægristefnu með sér inn í Hvíta húsið. Ritstjórar dagblaðsins segjast horfa til síðustu fjögurra ára með sorg í hjarta vegna þeirra lífa sem fórnað hafi verið að óþörfu og þeirra tækifæri sem kastað hafi verið á glæ. „Aftur og aftur fékk George Bush tækifæri til að vera hetja, og aftur og aftur tók hann ranga ákvörðun. Við trúum því að þjóðinni vegni betur með John Kerry sem forseta,“ segir í ritstjórnargrein New York Times. Þar fari maður með sterka siðferðiskennd sem verði fær um að sameina þing og þjóð. Sumar ritstjórnir treystu sér hins vegar ekki til að mæla með neinum, eins og Tampa Tribuna á Flórída, þar sem hart er barist um hvert atkvæði. Ritstjórn blaðsins hefur mælt með frambjóðanda repúblíkana í hverjum kosningum undanfarna hálfa öld utan einu sinni. Í þetta skipti sagði hins vegar í ritstjórnargreininni að ekki væri hægt að mæla með Bush þar sem hann hefði klúðrað stríðinu í Írak, ríkissjóður væri rekinn með methalla, hann hefði í raun gert árás á opna stjórnsýslu og ekki staðið við loforð um að sameina þjóðina en sundra henni ekki. Kerry væri litlu skárri kostur þar sem frammistaða hans á þingi væri í andstöðu við íhaldssama ritstjórnarstefnu blaðsins og ómögulegt væri að átta sig á stefnu hans varðandi Írak. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Bilið á milli forsetaframbjóðendanna í Bandaríkjunum fer vaxandi og Bush forseti virðist í sókn samkvæmt könnunum. Bandarísk dagblöð stilla sér nú á bak við þann frambjóðanda sem þeim líkar best við. George Bush Bandaríkjaforseti er með átta prósentu forskot á John Kerry samkvæmt nýjustu könnun Gallups í Bandaríkjunum. Á meðal líklegra, skráðra kjósenda var munurinn þó nokkuð minni - Bush var með 52 prósent en Kerry með 46 prósent. Þetta eru svipaðar niðurstöður og Gallup fékk áður en kappræðuhrina þeirra Bush og Kerrys hófst en skekkjumörkin í þessari könnun voru fjögur prósent. Könnun Reuters og Zogby, sem birt var nú skömmu fyrir fréttir, bendir hins vegar til þess að Bush og Kerry sé enn hnífjafnir með sitthvor fjörutíu og fimm prósentin, og að sjö prósent kjósenda hafi ekki enn gert upp hug sinn. Í könnun ABC-fréttastofunnar frá því um helgina var munurinn fjögur prósent, Bush í hag, hjá Newsweek sex prósent, Bush í hag, og hjá TIME tvö prósent, einnig Bush í hag. Í þeim ríkjum þar sem hlutfall óákveðinna kjósenda er hátt virðist hins vegar sem Kerry eigi betri möguleika en Bush. Talsmenn kosningamiðstöðva beggja frambjóðenda gáfu lítið fyrir niðurstöður kannananna og sögðu einu niðurstöðurnar sem máli skiptu verða ljósar 3. nóvember næstkomandi, daginn eftir kosningar. Í ritstjórnargreinum margra af dagblöðum vestan hafs um helgina var tekin afstaða til frambjóðendanna og mælt með öðrum hvorum þeirra. Chicago Tribune, Rocky Mountain News, Current-Argur í Carlsbad í Nýju-Mexíkó og World-Herald í Ómaha mæltu til að mynda með Bush. Star Tribune í Minneapolis og svo stórblöðin Boston Globe og New York Times mæltu hins vegar með Kerry. Ritstjórar New York Times létu sér reyndar ekki nægja að mæla með Kerry heldur gagnrýndu þeir Bush mjög harðlega. Kosningarnar snúast, að mati ritstjórnar Times, einkum um skelfilega forsetatíð Bush. Hæstiréttur hafi sett hann í embætti fyrir fjórum árum eftir vafasamar kosningar. Í stað þess að átta sig á stöðunni og reyna að halda sig nærri miðju í stefnumálum sínum hafi George Bush flutt öfgahægristefnu með sér inn í Hvíta húsið. Ritstjórar dagblaðsins segjast horfa til síðustu fjögurra ára með sorg í hjarta vegna þeirra lífa sem fórnað hafi verið að óþörfu og þeirra tækifæri sem kastað hafi verið á glæ. „Aftur og aftur fékk George Bush tækifæri til að vera hetja, og aftur og aftur tók hann ranga ákvörðun. Við trúum því að þjóðinni vegni betur með John Kerry sem forseta,“ segir í ritstjórnargrein New York Times. Þar fari maður með sterka siðferðiskennd sem verði fær um að sameina þing og þjóð. Sumar ritstjórnir treystu sér hins vegar ekki til að mæla með neinum, eins og Tampa Tribuna á Flórída, þar sem hart er barist um hvert atkvæði. Ritstjórn blaðsins hefur mælt með frambjóðanda repúblíkana í hverjum kosningum undanfarna hálfa öld utan einu sinni. Í þetta skipti sagði hins vegar í ritstjórnargreininni að ekki væri hægt að mæla með Bush þar sem hann hefði klúðrað stríðinu í Írak, ríkissjóður væri rekinn með methalla, hann hefði í raun gert árás á opna stjórnsýslu og ekki staðið við loforð um að sameina þjóðina en sundra henni ekki. Kerry væri litlu skárri kostur þar sem frammistaða hans á þingi væri í andstöðu við íhaldssama ritstjórnarstefnu blaðsins og ómögulegt væri að átta sig á stefnu hans varðandi Írak.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira