Erlent

Viðvaranir á bjórumbúðum

Stærsti bjórframleiðandi á Bretlandseyjum, Scottish og Newcastle sem meðal annars framleiðir Fosters-bjórinn, ætlar framvegis að setja viðvaranir á bjórflöskur sínar og dósir líkt og þær sem nú eru settar á sígarettupakka. Fólk verður varað við skaðsemi of mikillar bjórdrykkju en þó aðeins þannig að körlum sé ráðlagt að drekka ekki nema þrjá til fjóra bjóra á dag og konum ekki nema tvo til þrjá á dag, nokkuð sem íslenskum hófdrykkjumönnum þætti þó full ríflegur skammtur svona dags daglega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×