Erlent

Liðsforingi viðurkennir brot

Bandarískur liðsforingi hefur viðurkennt fyrir dómstólum að hafa brotið gegn föngum í hinu illræmda Abu Ghraib fangelsi í Bagdad. Spurður hvers vegna hann hefði látið afklæða fangana sagði hann að hann hefði tengt þá mönnum sem drepið hefðu tvo bandaríska hermenn. Liðsforinginn sagðist bera sjálfur ábyrgð á verknaðinum og hefði ekki fengið skipun að ofan um að koma svona fram við fangana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×