Lífið

Fastara, dýpra og lengra

Skipuleggjendur Ólympíuleikanna í Aþenu hafa höfðað mál gegn grískri útgáfu af erótíska karlablaðinu Playboy. Leikarnir eru þema blaðsins, sem er þó ekki talið túlka hinn sanna ólympíuanda. Í blaðinu eru myndir af nöktum fyrirsætum meðal annars í spretthlaupi og kringlukasti, og enn aðrar halda ólympíukyndlinum á lofti. Snúið er út úr Ólympíufrasanaum "fljótara, hærra og sterkara", sem í meðförum Playboy verður "fastara, dýpra og lengra." Skipuleggjendurnir tóku einnig nærri sér mynd af fimm mismunandi litum smokkum sem minntu á ólympíuhringana. Þeir hafa farið fram á að blaðið verði fjarlægt af sölustöðum, þar sem það niðurlægi leikana, og valdi stuðningsaðilum og fyrirtækjum þeim tengdum, miklum skaða. Útgáfustjóri blaðsins lætur þessar kvartanir þó sem vind um eyru þjóta og bendir á að myndirnar hafi einnig birst í áströlskum og spænskum blöðum, án þess að nokkrar athugasemdir bærust.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.