Erlent

Sex látnir í rútuslysi í Perú

Að minnsta kosti sex létust og nærri fjörutíu slösuðust þegar tveggja hæða rútu var ekið fram hjá brú í Perú í gær með þeim afleiðingum að hún skall í þurran árfarveg fyrir neðan. Evrópskir ferðamenn voru í rútunni og hefur verið staðfest að einn írskur ríkisborgari er meðal hinna látnu, tuttugu og eins árs að aldri. Ferðamennirnir voru meðal annars frá Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi og var fólkið flutt á nokkur sjúkrahús í grenndinni. Bílstjórinn lést en talið er að hann hafi sofnaði þegar hann ók rútunni fram hjá brúnni svo hún féll tuttugu metra niður. Hægt er að horfa á fréttina úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×