Erlent

Fjórar sprengingar í Istanbúl

Tveir eru látnir og ellefu eru sárir eftir fjórar sprengingar í Istanbúl í Tyrklandi í nótt. Hryðjuverkamenn tengdir Al-Kaída samtökunum hafa lýst sprengingunum á hendur sér.  Tvær sprengjur sprungu við tvö hótel í vinsælu ferðamannahverfi í Istanbul klukkan tvö í nótt að staðartíma. Tveir létust. Annað hótelið fékk sprengjuhótun um 10 mínútum áður en sprengjan sprakk. Tvær sprengjur sprungu hálftíma síðar við gasverksmiðju. Sprengjurnar ollu litlum skaða og snemma tókst að slökkva elda og koma í veg fyrir gasleka. Hryðjuverkamennirnir vöruðu við sprengjunum í gasverksmiðjunni og þar særðist enginn. Fylgismenn kúrdískra hryðjuverkasamtakanna hafa lýst tilræðinu á hendur sér. Fjórar sjálfsmorðssprengingar voru í borginni á síðasta ári sem kostaði nokkra tugi lífið en þær voru raktar til fylgismanna Al-Kaída.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×