Erlent

Með upptökur af byggingum

Pakistanskur maður sem var handtekinn í Charlotte í Bandaríkjunum í síðasta mánuði hafði í fórum sínum myndbandsupptökur af byggingum í ýmsum bandarískum borgum, þar á meðal Atlanta, Houston, Dallas og New Orleans. Bandaríska dómsmálaráðuneytið greindi frá þessu fyrr í dag. Höfð voru afskipti af manninum, Kamran Akhtar að nafni en hann er búsettur í New York ríki, þann 20. júlí síðastliðinn þar sem hann var að taka myndir með myndbandsupptökuvél af fjármálabyggingum í miðborg Charlotte. Þegar hann gat ekki gert trúverðuga grein fyrir hátterni sínu voru myndbandspólur í fórum hans skoðaðar nánar. Þegar í ljós kom að á þeim væru upptökur af fleiri opinberum byggingum í Bandaríkjunum var maðurinn handtekinn umsvifalaust. Myndin er frá Houston í Bandaríkjunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×