Erlent

Endurnýjun Thule á Grænlandi

Samkomulag hefur náðst milli Bandaríkjastjórnar og stjórnar í Danmörku um endurnýjun radarstöðvarinnar Thule á norðvestur Grænlandi. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Per Stig Möller, utanríkisráðherra Danmerkur skrifuðu undir samkomulagið í herstöðinni í Thule. Stöðin mun að öllum líkindum spila einhvern þátt í hinni umdeildu flugskeytaáætlun Bandaríkjamanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×