Erlent

Námuslys í Rússlandi

Þremur námuverkamönnum var bjargað úr kolanámu í borginni Vorkuta í Norður-Rússlandi eftir sólarhringsveru í námunni. Náman féll skyndilega saman í gær og var lengi vel talið að allir mennirnir hefðu farist. Einn maður lést og þriggja er enn saknað. Talið er að ekki hafi verið nægjanlegur stuðningur við veggi námunnar til að halda henni uppi. Björgunarmenn vinna hörðum höndum við að grafa sig inn í námuna í von um að finna mennina en björgunarstarfið hefur gengið erfiðlega sökum sprengjuhættu sem myndaðist þegar náman féll saman.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×