Erlent

Eitur í barnamat

Bandaríska alríkislögreglan fann eiturefnið rísín í tveimur krukkum af barnamat við rannsókn á dögunum. Frá þessu var greint á blaðamannafundi í gærkvöldi. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna segir þó að ekki hafi verið um hreint rísín að ræða heldur hafi efnablandan verið náttúruleg, sömu gerðar og finnst í baunum sem barnamaturinn er unnin úr. Átt hafði verið við krukkurnar en enginn hefur verið handtekinn vegna málsins, þó er lýst eftir fimmtugum karlmaður sem var í búðinni þar sem krukkurnar voru. Yfirvöld segja ekki líklegt að magn efnisins hefði valdið eitrun. Óblandað rísin er banvænt efni og dugir skammtur á stærð við haus á títuprjóni til að drepa fullorðinn einstakling



Fleiri fréttir

Sjá meira


×