Erlent

Lög gegn klámi felld úr gildi

Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi í dag úr gildi lög sem miða að því að hindra aðgang barna að klámefni á internetinu. Lög þessa efnis voru samþykkt að tilhlutan dómsmálaráðuneytisins árið 1998. Þau hafa verið mjög umdeild og þeir sem vilja óheft tjáningarfrelsi hafa barist hatrammlega gegn þeim. Hæstiréttur tók í dag undir það sjónarmið en var klofinn í málinu. Fimm dómarar voru sammála um að ógilda lögin en fjórir voru á móti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×