Erlent

Helmingur fórnarlamba eru börn

Stjórnvöld í Bandaríkjunum áætla að fórnarlömb mansals innan landamæra um allan heim nemi milljónum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fjórðu árlegu mansalsskýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins sem Colin Powell, utanríkisráðherra, kynnti í vikunni. Höfundar skýrslunnar í ár áætla að 600-800 þús. manneskjur séu seldar mansali yfir landamæri á hverju ári. Fórnarlömbin eru 47% konur, 34% stúlkur undir 18 ára aldri, og 16% eru drengir undir 18 ára aldri – yfir 80% fórnarlambanna eru því konur og helmingur börn. Bandaríkin vörðu yfir 70 milljónum dala til baráttunnar gegn mansali utan Bandaríkjanna á síðasta fjárhagsári. Í ræðu sinni hjá Sameinuðu þjóðunum í september gaf Bush Bandaríkjaforseti vilyrði fyrir 50 milljónum dala til sömu nota á þessu ári. Skýrslan er sögð hvatning til ríkisstjórna heimsins um frekari staðfestu, hugmyndaauðgi og samvinnu í baráttunni gegn mansali. Tilgangur skýrslunnar er að auka skilning á mansali á alþjóðlegum grundvelli og hvetja þjóðir til áhrifaríkra aðgerða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×