Innlent

Bensínverð lækkar

Olíufélögin Essó og Olís lækkuðu bensínverð um eina krónu lítrann í gær í kjölfar þess að Atlantsolía lækkaði bensínverð í fyrradag og fór rétt niður fyrir hundrað krónur á lítrann. Á sjálfsafgreiðslustöðvum Esso og Olís er algengt verð nú tæpar 106 krónur en sem fyrr er það heldur lægra í Kópavogi og í Hafnarfirði, í grennd við bensínstöðvar Atlantsolíu. Orkan lækkaði verðið svo það er nú tíu aurum lægra en hjá Atlantsolíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×