Erlent

Fundu 20 ára gamalt lík

Lík karlmanns fannst í yfirgefnu fjölbýlishúsi á dögunum, rúmlega tuttugu árum eftir að hann er talinn hafa látist. Líkið fannst þegar verkamenn voru að ganga frá húsinu til niðurrifs. Ekkert var eftir af manninum nema beinagrindin og náttföt sem hann var klæddur í. Á borði við hlið hans var dagblað frá 20. febrúar 1984 og á veggnum var dagatal fyrir febrúar 1984. Talið er að líkið sé af fyrrverandi starfsmanni fyrirtækisins sem byggði fjölbýlishúsið. Það fór á hausinn án þess að byggingin væri tekin í notkun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×