Erlent

Ríkið ræður opnunartíma

Þýsk stjórnvöld eru í fullum rétti að setja takmarkanir við því hversu lengi verslanir mega hafa opið. Þetta er niðurstaðan af málsókn einnar stærstu verslanakeðju Þýskalands sem kvað slíkar takmarkanir ósanngjarnar og vildi að lög um þær yrðu felld úr gildi. Samkvæmt lögunum umdeildu verða verslanir að loka ekki síðar en klukkan átta á kvöldin og vera lokaðar á sunnudögum. Stjórnlagadómstóllinn klofnaði í afstöðu sinni, fjórir voru með og fjórir á móti. Meirihluta þurfti til að fella lögin úr gildi og því gilda þau áfram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×