Erlent

Stofnanamálið burt

Borgaryfirvöld í Vínarborg í Austurríki hafa gefið út leiðbeiningar til embættismanna borgarinnar þar sem þeim er kennt að breyta stofnanamáli í venjulega þýsku. Ástæðan fyrir þessu framtaki yfirvalda er að fjölmargar kvartanir hafa borist frá Vínarbúum um að þeir eigi bágt með skilja stofnanamál borgarkerfisins. Jafnvel hámenntað fólk hefur átt í erfiðleikum með skilja orðsendingar embættismanna og mun embættismannakerfið í Vín alræmt fyrir stofnanamálið sem þar viðgengst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×