Erlent

Þrír handteknir

Þrír albanskir karlmenn voru handteknir í gær vegna gruns um aðild að hryðjuverkum og mannréttindabrotum í Kosovo á árunum 1999 til 2001. Mennirnir eru á þrítugsaldri og telja albönsk yfirvöld að þeir heyri til neðanjarðarsamtakanna Þjóðarher Albaníu. Samtökin hafa það yfirlýsta markmið að sameina þau landsvæði á Balkanskaga þar sem Albanar búa. Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu samtökin sem hryðjuverkasamtök í apríl í fyrra, eftir þau lýstu yfir ábyrgð á sprengingu á lestarbrú í norðurhluta Kosovo-héraðs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×