Erlent

Karatemeistari ákærður

Karatemeistari í Svartfjallalandi hefur verið ákærður fyrir morð á ritstjóra stjórnarandstöðublaðs í landinu. Ritstjórinn hét Dusko Jovanovic og var hann myrtur 28. maí. Damir Mandic hefur verið ákærður fyrir hlutdeild í verkaðinum en hann er fyrrverandi karatemeistari Svartfjallalands. Mandic hefur auk þess verið bendlaður við eiturlyfjahring. Jovanovic, sem ritstýrði blaði hægrimanna, Dan Daily, var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×