Erlent

Ráðherra fyrir borð

Ríkisstjórn Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, tapaði þingmeirihluta sínum í gær þegar húsnæðisráðherrann Effie Eitam sagði af sér í mótmælaskyni við samþykkt stjórnarinnar um brotthvarf frá Gaza. Eitam er formaður flokks þjóðernissinnaðra gyðinga sem hefur stutt dyggilega við bakið á landtökumönnum. Þrátt fyrir brotthvarf Eitams er óvíst að stjórnin falli þar sem harðlínumenn á hægri vængum eru ólíklegir til að styðja vantraustsályktun vinstriflokkanna. Búist er við að Sharon leiti aftur til Verkamannaflokksins og reyni að fá hann með sér í stjórn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×