Harry Belafonte á Íslandi 19. nóvember 2004 00:01 Skemmtikrafturinn heimsfrægi Harry Belafonte er hér á landi og hvetur Íslendinga til að gerast heimsforeldrar. Hægt er að hitta Belafonte í Smáralind á morgun þegar hann opnar þar ljósmyndasýningu um Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Fréttamaður Stöðvar 2 hitti hann í dag. Harry Belafonte lýsir upp þau herbergi sem hann gengur inn í. Hann hefur mikla útgeislun og nær til fólks. Þess vegna er hann góður velgjörðarsendiherra fyrir UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Samtökin hér á landi buðu Belafonte til Íslands, bæði vegna þess að verið er að opna nýja skrifstofu og hefja nýtt starf og til að stjarnan gæti talað til íslensku þjóðarinnar og sagt henni að umheimurinn fagni stuðningi hennar og vilja til að hjálpa börnum í vanþróuðu ríkjunum. Belafonte hefur barist gegn fátækt í áratugi. Hann fæddist sjálfur í örbirgð og segist hafa horft á móður sína strita alla ævi við að reyna að losa börnin sín undan fátæktinni. „Þangað til ég fæddist hafði enginn í minni ætt gengið í skóla. Í baráttunni við fátæktina hef ég alltaf skilið að til að koma í veg fyrir kúgun verða hinir undirokuðu að taka frumkvæðið,“ segir Belafonte. Belafonte segist hafa ákveðið að nýta frægð sína til góðra verka. Þegar hann fór að njóta þessarar gífurlegu velgengi spurði hann sjálfan sig hvað hann ætti að gera við svona mikla velgengni. Hann gæti annað hvort eytt ævinni í sjálfsdýrkun og eiginhagsmunapot eða litið í kringum sig og spurt: Hvernig getur maður tekið þátt í að leysa þessi vandamál og notað styrk sinn til að hafa áhrif? „Að þessu leyti hef ég haft tækifæri til að gera ótrúlega hluti,“ segir söngvarinn sem starfaði meðal annars með blökkumannaleiðtoganum Martin Luther King, John Kennedy Bandaríkjaforseta og Nelson Mandela. Belafonte er alltaf spurður um frægasta lagið sitt, „Deo“. Hann segir titilinn þýða „dögun“. Hann ólst upp í Karíbahafinu þar sem fjölskylda hans starfaði við að uppskera sykurreyr og banana og við að lesta skipin. Fólkið söng alltaf í vinnunni því það hjálpaði því við vinnuna að sögn Belafontes. Á meðal þess sem mennirnir í uppskipuninni sungu var lagið fræga: „Deo, deo. Dagsbirtan kemur og ég vil fara heim ...“ Þeir unnu aðallega á nóttunni og í dögun gaf verkstjórinn merki með því að syngja þetta lag.“ Upplýsingar um það hvernig á að gerast heimsforeldri má finna á unicef.is eða hringja í 575 1520. Innlent Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
Skemmtikrafturinn heimsfrægi Harry Belafonte er hér á landi og hvetur Íslendinga til að gerast heimsforeldrar. Hægt er að hitta Belafonte í Smáralind á morgun þegar hann opnar þar ljósmyndasýningu um Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Fréttamaður Stöðvar 2 hitti hann í dag. Harry Belafonte lýsir upp þau herbergi sem hann gengur inn í. Hann hefur mikla útgeislun og nær til fólks. Þess vegna er hann góður velgjörðarsendiherra fyrir UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Samtökin hér á landi buðu Belafonte til Íslands, bæði vegna þess að verið er að opna nýja skrifstofu og hefja nýtt starf og til að stjarnan gæti talað til íslensku þjóðarinnar og sagt henni að umheimurinn fagni stuðningi hennar og vilja til að hjálpa börnum í vanþróuðu ríkjunum. Belafonte hefur barist gegn fátækt í áratugi. Hann fæddist sjálfur í örbirgð og segist hafa horft á móður sína strita alla ævi við að reyna að losa börnin sín undan fátæktinni. „Þangað til ég fæddist hafði enginn í minni ætt gengið í skóla. Í baráttunni við fátæktina hef ég alltaf skilið að til að koma í veg fyrir kúgun verða hinir undirokuðu að taka frumkvæðið,“ segir Belafonte. Belafonte segist hafa ákveðið að nýta frægð sína til góðra verka. Þegar hann fór að njóta þessarar gífurlegu velgengi spurði hann sjálfan sig hvað hann ætti að gera við svona mikla velgengni. Hann gæti annað hvort eytt ævinni í sjálfsdýrkun og eiginhagsmunapot eða litið í kringum sig og spurt: Hvernig getur maður tekið þátt í að leysa þessi vandamál og notað styrk sinn til að hafa áhrif? „Að þessu leyti hef ég haft tækifæri til að gera ótrúlega hluti,“ segir söngvarinn sem starfaði meðal annars með blökkumannaleiðtoganum Martin Luther King, John Kennedy Bandaríkjaforseta og Nelson Mandela. Belafonte er alltaf spurður um frægasta lagið sitt, „Deo“. Hann segir titilinn þýða „dögun“. Hann ólst upp í Karíbahafinu þar sem fjölskylda hans starfaði við að uppskera sykurreyr og banana og við að lesta skipin. Fólkið söng alltaf í vinnunni því það hjálpaði því við vinnuna að sögn Belafontes. Á meðal þess sem mennirnir í uppskipuninni sungu var lagið fræga: „Deo, deo. Dagsbirtan kemur og ég vil fara heim ...“ Þeir unnu aðallega á nóttunni og í dögun gaf verkstjórinn merki með því að syngja þetta lag.“ Upplýsingar um það hvernig á að gerast heimsforeldri má finna á unicef.is eða hringja í 575 1520.
Innlent Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira