Erlent

Eiga að hætta eggjainnflutningi

Bretar eiga að hætta að flytja inn egg frá Spáni að mati eggjaframleiðenda og heilbrigðisyfirvalda í landinu. Á síðastliðnum 2 árum hafa komið upp 6 þúsund salmonellutilvik í Bretlandi og er stór hluti þeirra rakinn beint til átu á spænskum eggjum. Forsvarsmenn eggjaiðnaðarins segja hneykslanlegt að ekkert hafi verið gert til að sporna við salmonellunni, en hins vegar gæti orðið þrautin þyngri að banna innflutning eggja frá Spáni, þar sem Evrópusambandið yrði að samþykkja slíkt bann með auknum meirihluta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×