Erlent

Samstarfsmaður gefur sig fram

Náinn samstarfsmaður Ósama bin Ladens til margra ára, Khaled al-Harby, gaf sig í gær fram við stjórnvöld í Sádi-Arabíu. Sádar segja þetta stórfréttir, en Bandaríkjamenn eru ekki jafn sannfærðir um að uppgjöf al-Harbys skipti nokkru eða að mikilvægar upplýsingar fáist frá honum. Óljóst er hvort að al-Harby var einungis stuðningsmaður bin Ladens eða náinn samverkamaður sem vissi um skipulagningu hryðjuverka. Sérfræðingar segja engu að síður athyglisvert að maður sem tilheyri innsta hring al-Qaeda skuli þurfa að gefast upp þegar heilsan tekur að gefa sig, þar sem samtökin hafi ekki getað sinnt honum. Það sé til marks um veikleika og ringulreið innan al-Qaeda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×