Sport

Fjórir efstu í undanúrslit

Í fyrsta skipti síðan 1990 komust 4 efstu menn heimslistans í tennis í undanúrslit á stórmóti. Þetta gerðist í nótt þegar þeir Andy Roddick (2), Marat Safin (4), Lleyton Hewitt (3) og Roger Federer (1) komust allir í undaúrslit á ATP Masters-mótinu í Houston, Bandaríkjunum. Safin var síðastur þeirra til að tryggja sér farseðilinn er hann vann Tim Henman 6-2 og 7-6 og sendi þar með Bretann heim. Safin mætir Svisslendingnum Roger Federer í undanúrslitum en Federer er sjóðheitur þessa dagana og vann allar þjár viðureignir sínar í riðlakeppninni. Ástralinn Lleyton Hewitt og Andy Roddick frá Bandaríkjunum mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×