Réttað yfir auðjöfri 16. júní 2004 00:01 Enginn býst við að rússneski auðkýfingurinn Mikhail Khodorkovsky sigri í máli sem tekið var fyrir í dómi í Moskvu í morgun. Meira að segja lögmenn Khodorkovskyr gera ráð fyrir tapi, en segja ástæðurnar pólitísks eðlis. Mikhail Khodorkovsky er með auðugustu mönnum Rússlands og aðaleigandi olíufyrirtækisins Yukos. Hann var handtekinn fyrr á árinu og hefur setið í gæsluverðhaldi, sakaður um stórfelld fjársvik og skattsvik. Búist er við að málið verði eitthvert hið mikilvægasta sem rússneskir dómstólar hafa fengið til meðferðar frá falli Sovétríkjanna. Gagnrýnendur telja margir hverjir að í raun snúist málið um pólitíska baráttu, og að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, vilji sýna svokölluðum oligörkum, mönnum sem græddu á einkavæðingu ríkisfyrirtækja, hver ráði. Þeim sé hollast að efast ekki um völd Kremlar, en harðlínumenn þar hafa séð ofsjónum yfir meintum áhrifum auðjöfra á almenningsálit og stjórnmál. Lögmenn Khodorkovskys og viðskiptafélaga hans eiga von á því að þeir verði fundnir sekir og þurfi að sitja allt að tíu ár á bak við lás og slá. Vestrænir lögfræðingar, sem kynnt hafa sér málið, telja reyndar að Khodorkovsky og félagar séu ekki með tandurhreinan skjöld. Á föstudaginn verður mál rússneska fjármálaráðuneytisins gegn Yukos, félagi Khodorkovskys, tekið fyrir hjá öðrum dómstóli, en ráðuneytið vill að fyrirtækið greiði 247 milljarða í vangreidda skatta og það þegar í stað. Þar sem enn einn dómstóll hefur áður fryst allar eigur fyrirtækisins, segja sérfræðingar að Yukos fari í þrot úrskurði dómstóllinn að skattaskuldin skuli greidd þegar í stað. Þá er gert ráð fyrir því að eignum fyrirtækisins verði skipt upp, og að ríkisorkufyrirtækin Gazprom og Rosneft fái safaríkustu bitana. Erlent Fréttir Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Enginn býst við að rússneski auðkýfingurinn Mikhail Khodorkovsky sigri í máli sem tekið var fyrir í dómi í Moskvu í morgun. Meira að segja lögmenn Khodorkovskyr gera ráð fyrir tapi, en segja ástæðurnar pólitísks eðlis. Mikhail Khodorkovsky er með auðugustu mönnum Rússlands og aðaleigandi olíufyrirtækisins Yukos. Hann var handtekinn fyrr á árinu og hefur setið í gæsluverðhaldi, sakaður um stórfelld fjársvik og skattsvik. Búist er við að málið verði eitthvert hið mikilvægasta sem rússneskir dómstólar hafa fengið til meðferðar frá falli Sovétríkjanna. Gagnrýnendur telja margir hverjir að í raun snúist málið um pólitíska baráttu, og að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, vilji sýna svokölluðum oligörkum, mönnum sem græddu á einkavæðingu ríkisfyrirtækja, hver ráði. Þeim sé hollast að efast ekki um völd Kremlar, en harðlínumenn þar hafa séð ofsjónum yfir meintum áhrifum auðjöfra á almenningsálit og stjórnmál. Lögmenn Khodorkovskys og viðskiptafélaga hans eiga von á því að þeir verði fundnir sekir og þurfi að sitja allt að tíu ár á bak við lás og slá. Vestrænir lögfræðingar, sem kynnt hafa sér málið, telja reyndar að Khodorkovsky og félagar séu ekki með tandurhreinan skjöld. Á föstudaginn verður mál rússneska fjármálaráðuneytisins gegn Yukos, félagi Khodorkovskys, tekið fyrir hjá öðrum dómstóli, en ráðuneytið vill að fyrirtækið greiði 247 milljarða í vangreidda skatta og það þegar í stað. Þar sem enn einn dómstóll hefur áður fryst allar eigur fyrirtækisins, segja sérfræðingar að Yukos fari í þrot úrskurði dómstóllinn að skattaskuldin skuli greidd þegar í stað. Þá er gert ráð fyrir því að eignum fyrirtækisins verði skipt upp, og að ríkisorkufyrirtækin Gazprom og Rosneft fái safaríkustu bitana.
Erlent Fréttir Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira