Réttað yfir auðjöfri 16. júní 2004 00:01 Enginn býst við að rússneski auðkýfingurinn Mikhail Khodorkovsky sigri í máli sem tekið var fyrir í dómi í Moskvu í morgun. Meira að segja lögmenn Khodorkovskyr gera ráð fyrir tapi, en segja ástæðurnar pólitísks eðlis. Mikhail Khodorkovsky er með auðugustu mönnum Rússlands og aðaleigandi olíufyrirtækisins Yukos. Hann var handtekinn fyrr á árinu og hefur setið í gæsluverðhaldi, sakaður um stórfelld fjársvik og skattsvik. Búist er við að málið verði eitthvert hið mikilvægasta sem rússneskir dómstólar hafa fengið til meðferðar frá falli Sovétríkjanna. Gagnrýnendur telja margir hverjir að í raun snúist málið um pólitíska baráttu, og að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, vilji sýna svokölluðum oligörkum, mönnum sem græddu á einkavæðingu ríkisfyrirtækja, hver ráði. Þeim sé hollast að efast ekki um völd Kremlar, en harðlínumenn þar hafa séð ofsjónum yfir meintum áhrifum auðjöfra á almenningsálit og stjórnmál. Lögmenn Khodorkovskys og viðskiptafélaga hans eiga von á því að þeir verði fundnir sekir og þurfi að sitja allt að tíu ár á bak við lás og slá. Vestrænir lögfræðingar, sem kynnt hafa sér málið, telja reyndar að Khodorkovsky og félagar séu ekki með tandurhreinan skjöld. Á föstudaginn verður mál rússneska fjármálaráðuneytisins gegn Yukos, félagi Khodorkovskys, tekið fyrir hjá öðrum dómstóli, en ráðuneytið vill að fyrirtækið greiði 247 milljarða í vangreidda skatta og það þegar í stað. Þar sem enn einn dómstóll hefur áður fryst allar eigur fyrirtækisins, segja sérfræðingar að Yukos fari í þrot úrskurði dómstóllinn að skattaskuldin skuli greidd þegar í stað. Þá er gert ráð fyrir því að eignum fyrirtækisins verði skipt upp, og að ríkisorkufyrirtækin Gazprom og Rosneft fái safaríkustu bitana. Erlent Fréttir Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Enginn býst við að rússneski auðkýfingurinn Mikhail Khodorkovsky sigri í máli sem tekið var fyrir í dómi í Moskvu í morgun. Meira að segja lögmenn Khodorkovskyr gera ráð fyrir tapi, en segja ástæðurnar pólitísks eðlis. Mikhail Khodorkovsky er með auðugustu mönnum Rússlands og aðaleigandi olíufyrirtækisins Yukos. Hann var handtekinn fyrr á árinu og hefur setið í gæsluverðhaldi, sakaður um stórfelld fjársvik og skattsvik. Búist er við að málið verði eitthvert hið mikilvægasta sem rússneskir dómstólar hafa fengið til meðferðar frá falli Sovétríkjanna. Gagnrýnendur telja margir hverjir að í raun snúist málið um pólitíska baráttu, og að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, vilji sýna svokölluðum oligörkum, mönnum sem græddu á einkavæðingu ríkisfyrirtækja, hver ráði. Þeim sé hollast að efast ekki um völd Kremlar, en harðlínumenn þar hafa séð ofsjónum yfir meintum áhrifum auðjöfra á almenningsálit og stjórnmál. Lögmenn Khodorkovskys og viðskiptafélaga hans eiga von á því að þeir verði fundnir sekir og þurfi að sitja allt að tíu ár á bak við lás og slá. Vestrænir lögfræðingar, sem kynnt hafa sér málið, telja reyndar að Khodorkovsky og félagar séu ekki með tandurhreinan skjöld. Á föstudaginn verður mál rússneska fjármálaráðuneytisins gegn Yukos, félagi Khodorkovskys, tekið fyrir hjá öðrum dómstóli, en ráðuneytið vill að fyrirtækið greiði 247 milljarða í vangreidda skatta og það þegar í stað. Þar sem enn einn dómstóll hefur áður fryst allar eigur fyrirtækisins, segja sérfræðingar að Yukos fari í þrot úrskurði dómstóllinn að skattaskuldin skuli greidd þegar í stað. Þá er gert ráð fyrir því að eignum fyrirtækisins verði skipt upp, og að ríkisorkufyrirtækin Gazprom og Rosneft fái safaríkustu bitana.
Erlent Fréttir Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira