Vetrarúlpan í uppáhaldi 11. nóvember 2004 00:01 "Ég á eina svarta Carhart-úlpu með loðkraga sem ég held mikið upp á. Hún heldur mér hlýjum á köldum vetrarkvöldum. Ég keypti hana í fyrravetur og hún hefur dugað síðan þá enda mjög venjuleg," segir Róbert Aron Magnússon plötusnúður en flestir þekkja hann eflaust betur undir listamannsnafninu Robbi Chronic. Robbi lætur ekki eina úlpu duga og á aðra til vonar og vara. "Ég skipti yfir í hina úlpuna ef hitastigið fer yfir á plús-skalann. Þá verð ég ekki sveittur í Kringlunni og í bænum og svoleiðis. Svarta úlpan er svo rosalega hlý og góð," segir Robbi, sem er ekki mikil fatafrík að eigin sögn. "Kaupleiðangrar mínir koma í rispum og þá þarf ég ekki að kaupa mér föt í tvo mánuði. Svo á ég orðið svo mikið af fötum að ég finn stundum eitthvað gamalt sem ég get verið í. Ég reyndar lifi það vel að konan mín er verslunarstjóri hjá stóru fyrirtæki og ég er heppinn að fá föt á góðu verði. Svo versla ég reglulega erlendis. Ég lifi samt ekki fyrir föt og fylgist ekki mjög vel með tískunni. Sama er ekki hægt að segja um konuna, sem lifir fyrir tískuna og ætti eiginlega að taka lyf við því," segir Robbi og hlær. Það er nóg að gera hjá Robba og heldur hann tónleika reglulega. "Það er ýmislegt í vinnslu og þá helst eftir áramót. Ég get að minnsta kosti lofað að það verði nóg af hiphoptónleikum á nýju ári." Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
"Ég á eina svarta Carhart-úlpu með loðkraga sem ég held mikið upp á. Hún heldur mér hlýjum á köldum vetrarkvöldum. Ég keypti hana í fyrravetur og hún hefur dugað síðan þá enda mjög venjuleg," segir Róbert Aron Magnússon plötusnúður en flestir þekkja hann eflaust betur undir listamannsnafninu Robbi Chronic. Robbi lætur ekki eina úlpu duga og á aðra til vonar og vara. "Ég skipti yfir í hina úlpuna ef hitastigið fer yfir á plús-skalann. Þá verð ég ekki sveittur í Kringlunni og í bænum og svoleiðis. Svarta úlpan er svo rosalega hlý og góð," segir Robbi, sem er ekki mikil fatafrík að eigin sögn. "Kaupleiðangrar mínir koma í rispum og þá þarf ég ekki að kaupa mér föt í tvo mánuði. Svo á ég orðið svo mikið af fötum að ég finn stundum eitthvað gamalt sem ég get verið í. Ég reyndar lifi það vel að konan mín er verslunarstjóri hjá stóru fyrirtæki og ég er heppinn að fá föt á góðu verði. Svo versla ég reglulega erlendis. Ég lifi samt ekki fyrir föt og fylgist ekki mjög vel með tískunni. Sama er ekki hægt að segja um konuna, sem lifir fyrir tískuna og ætti eiginlega að taka lyf við því," segir Robbi og hlær. Það er nóg að gera hjá Robba og heldur hann tónleika reglulega. "Það er ýmislegt í vinnslu og þá helst eftir áramót. Ég get að minnsta kosti lofað að það verði nóg af hiphoptónleikum á nýju ári."
Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira