Fyrstu norrænu tónlistarverðlaunin 24. október 2004 00:01 Íslendingar og Finnar voru fjarri góðu gamni á fyrstu norrænu tónlistarverðlaununum sem haldin voru í Ósló í gærkvöldi. Norska hljómsveitin A-ha fékk heiðursverðlaun ásamt bresku poppstjörnunni Robbie Williams. Almenningur í Danmörku, Noregi og Svíþjóð greiddi atkvæði til tónlistarmanna í þremur hlutum: með tilliti til hverjir hefðu staðið sig best á árinu í heimalandinu, á Norðurlöndunum og á heimsvísu. Vinsælasta hljómsveitin í Skandinavíu var valin danska sveitin Outlandish. Margir Íslendingar kannast við norsku Idol-stjörnuna Kurt Nilsen en hann var valinn besti nýliðinn og besti tónlistarmaðurinn í heimalandinu. Heiðursverðlaun þessara fyrstu norrænu tónlistarverðlauna fóru einnig til gestgjafanna því norska sveitin A-ha var verðlaunuð fyrir glæstan tuttugu ára feril. Í alþjóðlegu deildinni var írska strákahljómsveitin Westlife valin sú besta, besti tónlistarmaðurinn í kvenflokki var bandaríska söngkonan Anastacia og landi hennar Usher var valinn besti tónlistarmaðurinn í karlaflokki. Hátíðin fór fram í Spektra-höllinni í Ósló í gærkvöldi og var í sameiginlegri útsendingu einkastöðvanna TV2 í Danmörku, TV2 í Noregi og TV4 í Svíþjóð. Á vefsíðu norsku stöðvarinnar segir framkvæmdastjóri hátíðarinnar mikla kosti við þetta fyrsta samstarfsverkefni stöðvanna. Hann telur að tónlistarmenn nái til mun fleiri skandinavískra eyrna og augna með þessum hætti en á evrópsku tónlistarverðlaunum MTV-stöðvarinnar. Eftir sameiginlegt upphaf sendi hvert landanna út hálftíma upptöku frá fimmtudagskvöldinu en þá voru kynnt úrslit í hverju landi fyrir sig. Hátíðinni í gær lauk svo með sameiginlegri útsendingu þar sem hápunkturinn voru stórstjörnurnar Tina Turner og Robbie Williams, sem tók einmitt við alþjóðlegum heiðursverðlaunum úr hendi Norðmannanna Sissel Kirkebo og Morten Harket. Við það tækifæri lýsti Williams yfir furðu sinni á útliti Harkets og sagði að það væri eins og hann eldist ekki. Hægt er að hlusta á fréttina með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Erlent Menning Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Íslendingar og Finnar voru fjarri góðu gamni á fyrstu norrænu tónlistarverðlaununum sem haldin voru í Ósló í gærkvöldi. Norska hljómsveitin A-ha fékk heiðursverðlaun ásamt bresku poppstjörnunni Robbie Williams. Almenningur í Danmörku, Noregi og Svíþjóð greiddi atkvæði til tónlistarmanna í þremur hlutum: með tilliti til hverjir hefðu staðið sig best á árinu í heimalandinu, á Norðurlöndunum og á heimsvísu. Vinsælasta hljómsveitin í Skandinavíu var valin danska sveitin Outlandish. Margir Íslendingar kannast við norsku Idol-stjörnuna Kurt Nilsen en hann var valinn besti nýliðinn og besti tónlistarmaðurinn í heimalandinu. Heiðursverðlaun þessara fyrstu norrænu tónlistarverðlauna fóru einnig til gestgjafanna því norska sveitin A-ha var verðlaunuð fyrir glæstan tuttugu ára feril. Í alþjóðlegu deildinni var írska strákahljómsveitin Westlife valin sú besta, besti tónlistarmaðurinn í kvenflokki var bandaríska söngkonan Anastacia og landi hennar Usher var valinn besti tónlistarmaðurinn í karlaflokki. Hátíðin fór fram í Spektra-höllinni í Ósló í gærkvöldi og var í sameiginlegri útsendingu einkastöðvanna TV2 í Danmörku, TV2 í Noregi og TV4 í Svíþjóð. Á vefsíðu norsku stöðvarinnar segir framkvæmdastjóri hátíðarinnar mikla kosti við þetta fyrsta samstarfsverkefni stöðvanna. Hann telur að tónlistarmenn nái til mun fleiri skandinavískra eyrna og augna með þessum hætti en á evrópsku tónlistarverðlaunum MTV-stöðvarinnar. Eftir sameiginlegt upphaf sendi hvert landanna út hálftíma upptöku frá fimmtudagskvöldinu en þá voru kynnt úrslit í hverju landi fyrir sig. Hátíðinni í gær lauk svo með sameiginlegri útsendingu þar sem hápunkturinn voru stórstjörnurnar Tina Turner og Robbie Williams, sem tók einmitt við alþjóðlegum heiðursverðlaunum úr hendi Norðmannanna Sissel Kirkebo og Morten Harket. Við það tækifæri lýsti Williams yfir furðu sinni á útliti Harkets og sagði að það væri eins og hann eldist ekki. Hægt er að hlusta á fréttina með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Erlent Menning Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira