Erlent

Lykilhlutverk í mótun Evrópu

„Opinber fjölmiðlun gegnir lykilhlutverki í mótun Evrópu nú sem endranær,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá ráðstefnu EURO-MEI, Sambands starfsfólks í fjölmiðlum, skemmtanaiðnaði og menningargeiranum, sem haldin var í Prag í lok júní. Frá þessu greinir í fréttatilkynningu frá BSRB. Í yfirlýsingu ráðstefnunnar segir einnig að opinber fjölmiðlun sé grunnur allra áætlana um að gera Evrópu samkeppnishæfa á alheimsvísu í fjölmiðla- og skemmtanaiðnaðinum og til að tryggja menningarlega fjölbreytni á tímum aukinnar samþjöppunar í eignarhaldi og aukinnar menningarlegrar einsleitni. Þá lagði ráðstefnan jafnframt áherslu á mikilvægi atvinnuöryggis, þolanlegra launa og að framkoma gagnvart starfsfólki einkennist af virðingu, svo opinber fjölmiðlun megi blómstra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×