Erlent

50 ára kampavín af hafsbotni

Breskir kafarar fundu 20 þúsund flöskur af vel kældu kampavíni sem höfðu legið á botni Ermarsunds í nær hálfa öld. Ekki fæst gefið upp nákvæmlega hvar fjársjóðurinn fannst. Flöskurnar fundu þeir í flaki skipsins Sane, sem sökk í miklu veðravíti á sundinu þann 16.júlí árið 1955. Þeir vissu af flakinu en farmurinn kom hins vegar algerlega á óvart. Þrátt fyrir að hafa legið á hafsbotni í 49 ár, nánast upp á dag, voru flöskurnar í fínu ástandi og ekki var innihaldiðsíðra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×