Erlent

Enn verið að telja

Fimm vikum eftir forsetakosningar á Filippseyjum liggja úrslitin ekki fyrir. Þingmenn, sem bera nú ábyrgð á talningu atkvæða, segja þó að talningunni sé að fara að ljúka og að Gloria Arroyo forseti sé með naumt forskot á Fernando Poe. Nýja forsetann á að setja í embætti 30. júní og því ekki seinna vænna að úrslitin verði ljós. Stuðningsmenn Poe saka stjórnvöld um kosningasvindl, meðal deiluefna er að stuðningsmenn Arroyo á þingi hafa meinað stuðningsmönnum á þingi um að kæra talningu umdeildra atkvæða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×