Erlent

Heilaskaði banaði Rauða baróninum

Tæpum níu áratugum eftir að frægasti flugkappi fyrri heimsstyrjaldar lést telja tveir bandarískir fræðimenn sig hafa fundið orsökina að því að Manfred von Richtofen, sem lengi virtist ósigrandi, lét lífið í bardaga. Taugalífeðlisfræðingarnir Daniel Orme og Tom Hyatt, sem báðir rannsökuðu áhrif höfuðáverka á flugmenn fyrir bandaríska flugherinn, segja að höfuðmeiðsl von Richtofens sem hann hlaut níu mánuðum áður en hann lést hafi markað upphafið að endalokum eins frægasta flugkappa sögunnar. Rauði baróninn, eins og von Richtofen var þekktur, dvaldi um skeið á sjúkrahúsi eftir að hann varð fyrir höfuðmeiðslum 6. júlí 1917. Eftir það þótti hann hegða sér öðruvísi en áður og telja Orme og Hyatt að þetta geti skýrt hvers vegna von Richtofen þverbraut allar reglur sínar um varkárni og flaug langt yfir á svæði bandamanna daginn sem hann lést. Þeir segja meiðslin hafa skert dómgreind hans. "Gjörðir Rauða barónsins og hegðun eru sígilt dæmi um það sem kallað er eftir-heilahristings heilkenni," sagði Orme.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×