Erlent

Engin samkeppni hjá Ólafi

Sænska dagblaðið Dagens Nyheter greindi frá umræðunni um fjölmiðlalögin á Íslandi í gær samfara því að fjalla um forsetakosningarnar. Segir blaðið að Ólafur Ragnar Grímsson muni vafalaust sigra með yfirgnæfandi meirihluta og eigi ekki í harðri samkeppni við friðarsinnann Ástþór Magnússon eða athafnamanninn Baldur Ágústsson. Einnig er sagt frá því hvernig Ólafur Ragnar hafi gripið í taumana og ekki staðfest fjölmiðlalögin á dögunum og þannig breyst í pólitískan forseta á svipstundu. Blaðið segir ennfremur að enginn hefði búist við því að Ólafur Ragnar myndi nýta málskotsrétt sinn í þessu tiltekna máli og þannig staðið í hárinu á ríkisstjórninni. Velta menn á Dagens Nyheter því einnig fyrir sér hvernig deilan um valdskiptingu í landinu muni fara og hvort þjóðin muni halda stuðningi við ríkisstjórnina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×