Erlent

Polítískt stríð á Íslandi

Í gær greindi danska dagblaðið Politiken frá því að Íslendingar gengju nú til forsetakosninga á meðan þeir væru staddir í stærstu pólitísku deilum sem um gæti á Íslandi. Þá sagði blaðið að Ólafur Ragnar Grímsson myndi væntanlega verða kosinn af miklum meirihluta þó að pólítískt stríð gæti þýtt litla kjörsókn. Þetta pólitíska stríð segja þeir hjá Politiken stafa vegna þess að forsetinn hafi á dögunum nýtt málskotsrétt sinn í fyrsta sinn í sögu embættisins með því að neita að staðfesta fjölmiðlalögin og heldur skjóta þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×