Innlent

Franskir sjómenn á Fáskrúðsfirði

Safnið Fransmenn á Íslandi á Fáskrúðsfirði opnaði í byrjun júní, en þetta er fimmta sumarið sem það er opið. Að sögn Alberts Eiríkssonar, safnstjóra, er þar fjölmargt nýrra mynda og muna sem gestir geta notið í sumar. Albert dvaldi á Bretagne í Frakklandi síðastliðið haust við heimildaöflun, en þaðan komu fjölmargar fiskiskútur til veiða við Ísland. Í Frakklandi hitti Albert m.a. 97 ára gamlan mann, son Augustin Thomas sem var skipstjóri á Íslandsmiðum til fjölda ára. Maðurinn gaf safninu dagbók föðurs síns frá 1904, í henni má glöggt sjá að lífið var ekki alltaf dans á rósum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×