Erlent

Hassan verði látin laus

Stjórnvöld í Bretlandi og Írlandi hafa krafist þess að íraskir mannræningjar láti Margaret Hassan lausa. Hassan stýrir CARE-hjálparstarfinu í Írak og var hneppt í gíslingu í vikunni. Myndband sem gefið var út á dögunum fékk mikið á bresk stjórnvöld og sendi Jack Straw, utanríkisráðherra Breta, ákall til írösku þjóðarinnar um að sameinast í kröfu um að hún yrði látin laus. Einnig hafa írsk stjórnvöld látið í sér heyra og krefjast þess að hún verði leyst úr haldi, en Hassan er af írskum ættum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×