Erlent

Jarðskjálfti skekur Japan

Náttúruhamfarir láta Japani ekki í friði um þessar mundir. Öflug skjálftahrina skók norðvesturhluta Japans, aðeins nokkrum dögum eftir að stór fellibylur varð 80 manns að bana. Aðalskjálftinn var 6,8 á Richter-kvarða og nokkrir eftirskjálftar hans voru næstum eins sterkir, í kringum sex stig. Yfir 300 manns eru særðir og að minnsta kosti fjórir látnir en tjón af völdum jarðskjálftans er töluvert. Hús hafa orðið eldi að bráð, skortur er á vatni, gasi og rafmagni á nokkrum stöðum og vitað er um 250.000 heimili án rafmagns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×