Erlent

Fjórir látnir og 400 slasaðir

Fjórir hið minnsta létust og 400 slösuðust í jarðskjálftunum sem riðu yfir Japan í dag. Auk þess er talið að a.m.k. fimm manneskjur séu grafnar undir rústum. Fyrsti skjálftinn reið yfir Tókýó í morgun og reyndist hann 6,8 að styrkleika. Hann átti upptök sín um 250 kílómetra norður af borginni. Engar skemmdir munu hafa orðið í fyrsta skjálftanum, enda eru byggingar í Japan reistar með hliðsjón af því að jarðskjálftar eru mjög tíðir. Nokkru síðar riðu öflugir eftirskjálftar yfir og ollu skemmdum og slysum á fólki. Þó að eftirskjálftarnir hafi ekki verið jafn kraftmiklir og fyrsti skjálftinn virðist sem afleiðingar þeirra séu alvarlegri. Lest fór út af sporinu, skriður féllu, hraðbraut rofnaði og rafmagnslínur slitnuðu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×