Bergsveinn aðstoðar Viggó 29. nóvember 2004 00:01 Fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, Bergsveinn Bergsveinsson, verður aðstoðarþjálfari Viggós Sigurðssonar með handboltalandsliðinu. Frá þessu var greint í gær en ráðning Bergsveins kemur talsvert á óvart enda hefur Bergsveinn verið lítt áberandi í handboltalífinu síðustu ár. Viggó og Bergsveinn hafa þekkst lengi enda var Viggó fyrsti þjálfari Bergsveins í meistaraflokki en hann þjálfaði hann einnig í 2. flokki og í unglingalandsliðinu. "Nafn Bergsveins kom mjög fljótt upp og hann var minn fyrsti kostur í stöðuna," sagði Viggó Sigurðsson við Fréttablaðið í gær en hann mun láta Bergsvein sjá um markverði liðsins en markvörslu hefur oftar en ekki verið ábótavant hjá landsliðinu á stórmótum. "Ég treysti Bergsveini 100% í þetta starf enda hæfur maður og þar að auki mikill keppnismaður," sagði Viggó. Bergsveinn hefur lítið verið við boltann frá því hann aðstoðaði Einar Gunnar Sigurðsson, fyrrum þjálfara FH, fyrir tveimur árum. Hann játaði í samtali við Fréttablaðið að boð Viggós hefði komið honum á óvart. "Ég get ekki neitað því að ég varð frekar hissa þegar Viggó hringdi í mig. Ég átti alls ekki von á þessu," sagð Bergsveinn. "Engu að síður er ég klár í slaginn og treysti mér fullkomlega til þess að klára þetta verkefni. Ég bý yfir mikilli reynslu enda var ég með landsliðinu í tíu ár og hef farið á mörg stórmót. Ég mun að sjálfsögðu aðstoða Viggó á allan mögulegan hátt og þar að auki mun ég sjá um markverðina - þjálfa þá, horfa á spólur með þeim og sjá til þess að allt sé í lagi hjá þeim." Viggó er ákaflega líflegur þjálfari og hefur gantast með að hann verði að hafa aðstoðarþjálfara í Túnis sem geti róað hann niður þegar mikið liggur við. Bergsvein hlakkar mikið til að vinna með Viggó. "Ég kvíði engu í okkar samstarfi. Ég hlakka bara til og þetta verður örugglega gaman. Viggó er maður að mínu skapi, hreinn og beinn í samskiptum. Það er jákvætt því þá veit maður hvar maður hefur viðkomandi aðila," sagði Bergsveinn Bergsveinsson aðstoðarlandsliðsþjálfari. Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland | Pressa á Heimi Njarðvík - ÍR | Bíða eftir fyrsta sigrinum Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sjá meira
Fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, Bergsveinn Bergsveinsson, verður aðstoðarþjálfari Viggós Sigurðssonar með handboltalandsliðinu. Frá þessu var greint í gær en ráðning Bergsveins kemur talsvert á óvart enda hefur Bergsveinn verið lítt áberandi í handboltalífinu síðustu ár. Viggó og Bergsveinn hafa þekkst lengi enda var Viggó fyrsti þjálfari Bergsveins í meistaraflokki en hann þjálfaði hann einnig í 2. flokki og í unglingalandsliðinu. "Nafn Bergsveins kom mjög fljótt upp og hann var minn fyrsti kostur í stöðuna," sagði Viggó Sigurðsson við Fréttablaðið í gær en hann mun láta Bergsvein sjá um markverði liðsins en markvörslu hefur oftar en ekki verið ábótavant hjá landsliðinu á stórmótum. "Ég treysti Bergsveini 100% í þetta starf enda hæfur maður og þar að auki mikill keppnismaður," sagði Viggó. Bergsveinn hefur lítið verið við boltann frá því hann aðstoðaði Einar Gunnar Sigurðsson, fyrrum þjálfara FH, fyrir tveimur árum. Hann játaði í samtali við Fréttablaðið að boð Viggós hefði komið honum á óvart. "Ég get ekki neitað því að ég varð frekar hissa þegar Viggó hringdi í mig. Ég átti alls ekki von á þessu," sagð Bergsveinn. "Engu að síður er ég klár í slaginn og treysti mér fullkomlega til þess að klára þetta verkefni. Ég bý yfir mikilli reynslu enda var ég með landsliðinu í tíu ár og hef farið á mörg stórmót. Ég mun að sjálfsögðu aðstoða Viggó á allan mögulegan hátt og þar að auki mun ég sjá um markverðina - þjálfa þá, horfa á spólur með þeim og sjá til þess að allt sé í lagi hjá þeim." Viggó er ákaflega líflegur þjálfari og hefur gantast með að hann verði að hafa aðstoðarþjálfara í Túnis sem geti róað hann niður þegar mikið liggur við. Bergsvein hlakkar mikið til að vinna með Viggó. "Ég kvíði engu í okkar samstarfi. Ég hlakka bara til og þetta verður örugglega gaman. Viggó er maður að mínu skapi, hreinn og beinn í samskiptum. Það er jákvætt því þá veit maður hvar maður hefur viðkomandi aðila," sagði Bergsveinn Bergsveinsson aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland | Pressa á Heimi Njarðvík - ÍR | Bíða eftir fyrsta sigrinum Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn