Erlent

Límdi sig við kærustuna

Þýskur maður sem stendur til að framselja frá Spáni til Þýskalands límdi sig við kærustu sína til að fresta fyrirtöku málsins og vekja athygli á því. Uwe Dieter Krone er grunaður um mansal og hefur dvalið í fangelsi í Madríd að undanförnu. Þegar heimsóknartíminn kláraðist á miðvikudag kom í ljós að Krone og unnusta hans höfðu límt hendur sínar saman. Fangavörðum tókst ekki að losa þau í sundur og fluttu þau á sjúkrahús. Þar reyndu læknar fyrir sér en gekk engu betur. Í gær voru þau enn föst saman.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×