Erlent

Fjórum ofurhugum bjargað úr sjó

Fjórum Bretum sem reyndu að slá heimsmetið í róðri yfir Atlantshafið, var bjargað eftir að bátur þeirra brotnaði í tvennt í óveðri. Danskt skip tók mennina uppí þar sem þeir möruðu í sjónum um 300 mílur vestur af eynni Scilly við Bretland. Einn skipverjanna sagði þá fegna að sleppa lifandi og að þá hlakkaði til að koma heim. Félagarnir fjórir lögðu af stað frá Kanada þann 30. júni og ætluðu að slá 55 daga metið sem enn stendur. Þeir sögðust hafa fest akkeri í óveðrinu þar sem ómögulegt reyndist að róa í því. Stór alda skall á bátnum með þeim afleiðingum að skipið brotnaði. Þyrla var send af stað til að ná í mennina en var snúið við vegna lélegra flugaðstæðna. Mennirnir eru nú enn um borð í danska skipinu og eru væntanlegir í höfn á vesturströnd Írlands á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×