Erlent

Lofar stofnfrumu- rannsóknum

John Kerry, forsetaframbjóðandi Demókrata, segist ætla að aflétta banni við stofnfrumurannsóknum ef hann kemst til valda í Nóvember. Stofnfrumurannsóknir eru mjög umdeildar þar sem frumurnar eru teknar úr nokkurra daga gömlum mennskum fóstrum. Í ágúst 2001 skar forseti Bandaríkjanna niður allan opinberan fjárstuðning við slíkar rannsóknir. Kerry segist hins vegar ekki vilja fórna vísindum fyrir hugmyndafræði Talið er að stofnfrumurannsóknir geti aukið mjög líkurnar á að finna lækningaleið við ýmsum sjúkdómum eins og til að mynda alzheimer. Sonur Ronalds Reagan, fyrrverandi forseta, kallaði á landsfundi Demókrata, eftir auknum rannsóknum á þessu sviði en eins og kunnugt er lést forsetinn fyrrverandi í júní, eftir langvarandi baráttu við alzheimer sjúkdóminn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×