Erlent

26 flóttamenn fórust

26 flóttamenn fórust þegar þeir reyndu að komast í litlum báti yfir Miðjarðarhafið frá Norður Afríku til Ítalíu í vikunni. Gámaskip bjargaði 74 flóttamönnum um borð í skipið í dag, þar sem þeir voru á reki í litlum báti 130 sjómílum suðaustur af Sikiley, nær matar og vatnslausir. Þeir segjast hafa verið á siglingu í 9 sólarhringa og að fólkið hafi látist af örmögnun. Líkum þeirra hafi verið varpað í sjóinn. Læknir sem skoðaði flóttamennina segir ástand þeirra afar bágborið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×