Erlent

Bush skipar nýjan stjóra CIA

George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur valið eftirmann George Tenet í starf forstjóra leyniþjónustunnar, CIA. Sá heitir Porter Goss og er þingmaður repúblikana. Hann er auk þess formaður þeirrar deildar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem fjallar um leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna. Áður en Goss settist á þing starfaði hann í CIA og þar áður í leyniþjónustu hersins. Goss tekur ekki við starfinu fyrr en öldungadeild Bandaríkjaþings hefur staðfest skipun hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×