Erlent

Fetar í fótspor föður síns

Tæpum fjörutíu árum eftir að Lee Kuan Yew varð fyrsti forsætisráðherra Singapúr er orðið ljóst að sonur hans Lee Hsien Loong tekur við þessu sama embætti. Goh Chok Tong, sem tók við af Lee eldri árið 1990, sagði af sér embætti í gær og tekur Lee yngri við valdataumunum á morgun. Valdaskiptin þykja til marks um að völdin gangi í erfðir en fráfarandi forsætisráðherra hefur lagt sig í líma við að afneita þeirri túlkun. Lee yngri fer ekki langt í að leita ráðherra. Einn þeirra er faðir hans sem tekur við lítt skilgreindu embætti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×