Erlent

Kjúklingar hömluðu umferð

Loka þurfti sænskum vegi í hátt í hálfan sólarhring vegna þess að hann var þakinn í kjúklingum. Nokkur þúsund kjúklingar gengu lausir eftir að flutningabíll sem flutti þá hvolfdi skammt frá Gautaborg. Alls voru átta þúsund kjúklingar í bílnum sem átti að flytja þá í sláturhús. Um þriðjungur kjúklinganna drapst, flestir þegar bílnum hvolfdi en aðrir þegar keyrt var á þá. Lögregla brá á það ráð að loka veginum meðan verið var að safna kjúklingunum saman og hreinsa veginn. Ökumanninum var brugðið en slasaðist ekki alvarlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×